Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á þriðja hundruð þúsund krónur í sekt
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 3. september 2019 kl. 09:20

Á þriðja hundruð þúsund krónur í sekt

Tæplega þrjátíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða á Sandgerðisvegi þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumannsins bíða 210 þúsunda króna sekt, svipting ökuleyfis í einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Annar ökumaður sem einnig var staðinn að hraðakstri var með of marga farþega í bifreiðinni og var því kærður fyrir það brot líka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru ótryggðar eða óskoðaðar.