Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:49

Á ÞREFÖLDUM HÁMARKSHRAÐA

Ungur ökumaður gerði heiðarlega tilraun til flugtaks á Njarðarbraut í Njarðvík á laugardagsnóttina þegar hann var hirtur af lögreglu á nær þreföldum hámarkshraða. Kauði var stöðvaður á 140 km. hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 km. Ökuréttindin voru gerð upptæk á staðnum, auk þess sem "flugstjórinn" þarf að greiða sekt í ríkissjóð fyrir flugtakstilraunina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024