Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 9. maí 2004 kl. 11:18

Á slysadeild með höfuðáverka

Maður á fimmtugsaldri hlaut í nótt alvarlega áverka á höfði eftir að hafa fallið niður stiga á veitingastað í Reykjanesbæ. Atburðurinn átti sér stað um fimmleytið þar sem maðurinn féll aftur fyrir sig niður stiga og skall með hnakkann í flísalagt gólfið fyrir neðan. Maðurinn, sem er búsettur á Suðurnesjum, var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en síðan á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Víkurfréttir höfðu samband við slysadeildina, en þeir gátu ekki veitt upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024