Á slysadeild eftir slagsmál
Á sjöunda tímanum í gærmorgun voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar þar sem þeir höfðu lent í átökum á næturklúbbnum Casínó í Keflavík. Gert var að meiðslum þeirra og fóru þeir heim að því loknu. Ekki er vitað hver átti upptökin að átökunum.
Á dagvaktinni mældi lögreglan í Keflavík þrjá ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Næturvaktin var mjög róleg og tíðindalaus hjá lögreglu. Þrumuveður gekk yfir Reykjanesskagann um kl. 02:30.
Á dagvaktinni mældi lögreglan í Keflavík þrjá ökumenn fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 123 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Næturvaktin var mjög róleg og tíðindalaus hjá lögreglu. Þrumuveður gekk yfir Reykjanesskagann um kl. 02:30.