Á slysadeild eftir aftanákeyrslu
Flytja þurfti ökumann með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um helgina eftir að hann hafði ekið bifreið sinni aftan á aðra bifreið á Reykjanesbraut. Bifreið hans var flutt með dráttarbifreið af vettvangi, þar sem hún var óökufær.
Hinn ökumaðurinn fór sjálfur til skoðunar á slysadeild. Bifreið hans varí ökufæru ástandi eftir óhappið. Brunavarnir Suðurnesja hreinsuðu upp olíu af akbrautinni eftir atvikið.