Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á skóladagur unglinga að byrja kl. 09?
Úr Akurskóla. Mynd úr safni.
Miðvikudagur 2. apríl 2014 kl. 09:58

Á skóladagur unglinga að byrja kl. 09?

– Málþing um svefnvenjur íslenskra unglinga á morgun

Keilir, Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar og Hið ísl. svefnrannsóknafélag standa fyrir stuttu málþingi fimmudaginn 3. apríl kl. 16:30-17:30. Málþingið fer fram í húsnæði Íþróttaakademíunnar (Fimleikahöllinni) við Parísartorg í Reykjanesbæ og er öllum opið.

Björg Þorleifsdóttir, lektor, fjallar um svefn unglinga. Hjálmar Árnason segir af tilraun í Bandaríkjunum með að byrja skóla 25 mínútum seinna á morgnana og ber upp tillögu um að unglingadeildir á Reykjanesi og Fjölbrautaskóli Suðurnesja byrji skóladaginn kl. 09:00.
Þá verða rædd viðbrögð við tillögunni og til þess hafa verið fengin þau Kristján Pétur Ásmundsson skólameistari FS, Ingigerður Sæmundsdóttir frá FFGÍR, Elva Dögg Sigurðardóttir frá NFS, Magnea Ólafsdóttir kennari og Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri.

Fundarstjóri er Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags. Allir eru velkomnir og unglingar, foreldrar og skólafólk hvatt til að mæta en gert er ráð fyrir að málþingið standi ekki lengur en í eina klukkustund.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024