Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á sjúkrahús með skurð á púls
Mánudagur 22. júlí 2002 kl. 12:52

Á sjúkrahús með skurð á púls

Einn af nátthröfnum helgarinnar var fluttur á slysamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja aðfararnótt sl. sunnudags með skurð á framhandlegg. Ekki var vitað hvort maðurinn skar sig á gleri eða var skorinn með öðrum hætti en hann var að skemmta sér á veitingahúsi við Hafnargötuna. Hann var fluttur á sjúkrahúsið og lögreglan mætti á vettvang og reyndi að fá botn í málið.Þegar Víkurfréttir höfðu samband við lögregluna í Keflavík fyrir hádegi var skýrsla um málið ekki komin og því frekari upplýsingar ekki að hafa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024