Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á sjúkrahús eftir bílveltu á Hafnavegi
Fimmtudagur 24. júlí 2008 kl. 17:20

Á sjúkrahús eftir bílveltu á Hafnavegi



Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar eftir umferðarslys á Hafnavegi nú síðdegis. Ökumaður virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni á veginum við Ósabotna með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur út í móa.

Lögreglan var send á vettvang ásamt sjúkrabíl og tækjabíl Brunavarna Suðurnesja, en talið var að ökumaður væri fastur í bílnum.

Búið var um ökumanninn fyrir flutning og hann síðan fluttur á HSS til skoðunar. Meiðsl voru ekki talin vera alvarleg og nánari upplýsingar um slysið var ekki að hafa hjá lögreglunni á Suðurnesjum, þar sem lögreglumenn sem fóru í útkallið höfðu ekki skilað sér til baka á lögreglustöðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson