Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á sjúkrahús eftir ammoníaksleka
Frá Grindavík.
Laugardagur 18. nóvember 2017 kl. 12:09

Á sjúkrahús eftir ammoníaksleka

Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki hafði orðið í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæða hans var sú að ammoníaksrör í frystisamstæðu í vinnslusalnum rofnaði.  Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur.
Annar starfsmaður fann fyrir ertingu í öndunarvegi og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann var þó ekki talinn sýna merki um ammoníakseitrun.
Slökkvilið Grindavíkur aðstoðaði við að gasræsta húsið og gekk það fljótt og vel.
Lögreglan á Suðurnesjum  tilkynnti Vinnueftirliti um atvikið.

Þá slasaðist karlmaður þegar hann féll af timburpalli í Reykjanesbæ. Maðurinn var við vinnu sína í byggingavöruverslun þegar óhappið varð. Fallið var um tveggja metra hátt og hlaut hann áverka í andliti auk þess sem talið var að hann hefði hugsanlega handleggsbrotnað. Hann var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og lögregla tilkynnti Vinnumálastofnun einnig um það mál.

Loks slasaðist ung stúlka í Íþróttaakademíunni í Krossmóum. Hún var talin hafa handleggsbrotnað við æfingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024