Á sjóræningjaslóðum
Stefnt er að afhendingu tog- og nótaskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE og netabátsins Happasæls KE í HuangPu skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína nú í lok mánaðarins.
Að sögn Helga Kristjánssonar hjá Skipatækni ehf. er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um það á þessari stundu hvenær skipin verða afhent en það ætti þó ekki að dragast lengur en eitthvað fram yfir mánaðamótin. InterSeafood.com greindi frá.
„Það er allt klárt of nú er aðeins verið að vinna að ýmsum frágangsmálum. Innansleikjan er oft drjúg en við erum vongóðir og vonumst til þess að afhending dragist ekki nema í mesta lagi nokkra daga fram yfir mánaðamótin“, segir Helgi en hönnun beggja skipanna var í höndum Skipatækni ehf.
Helgi segir að stefnt hafi verið að því að skipin gætu verið í samfloti framan af heimsiglingunni til Íslands en óvíst sé á þessari stundu hvernig staðið verði að þeim málum.
„Ef Happasæll KE leggur af stað á undan Guðrúnu Gísladóttur KE þá eru ágætar líkur á því að skipin geti verið í samfloti hættulegasta kafla leiðarinnar sem er um Malakkasund“, segir Helgi en á þessu svæði sem er í nágrenni Singapore hafa sjóræningjar látið mikið að sér kveða undanfarin ár. Þar sem Guðrún Gísladóttir KE er mun gangmeira skip en Happasæll KE er eina leiðin til þess að skipin verði í samfloti hluta leiðarinnar að Happasæll KE leggi fyrr af stað.
Að sögn Helga Kristjánssonar hjá Skipatækni ehf. er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um það á þessari stundu hvenær skipin verða afhent en það ætti þó ekki að dragast lengur en eitthvað fram yfir mánaðamótin. InterSeafood.com greindi frá.
„Það er allt klárt of nú er aðeins verið að vinna að ýmsum frágangsmálum. Innansleikjan er oft drjúg en við erum vongóðir og vonumst til þess að afhending dragist ekki nema í mesta lagi nokkra daga fram yfir mánaðamótin“, segir Helgi en hönnun beggja skipanna var í höndum Skipatækni ehf.
Helgi segir að stefnt hafi verið að því að skipin gætu verið í samfloti framan af heimsiglingunni til Íslands en óvíst sé á þessari stundu hvernig staðið verði að þeim málum.
„Ef Happasæll KE leggur af stað á undan Guðrúnu Gísladóttur KE þá eru ágætar líkur á því að skipin geti verið í samfloti hættulegasta kafla leiðarinnar sem er um Malakkasund“, segir Helgi en á þessu svæði sem er í nágrenni Singapore hafa sjóræningjar látið mikið að sér kveða undanfarin ár. Þar sem Guðrún Gísladóttir KE er mun gangmeira skip en Happasæll KE er eina leiðin til þess að skipin verði í samfloti hluta leiðarinnar að Happasæll KE leggi fyrr af stað.