Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á síðustu dropunum til Keflavíkur
Þriðjudagur 28. september 2010 kl. 08:52

Á síðustu dropunum til Keflavíkur

Tveir erlendir flugmenn lendu í mikilli tvísýnu í eins hreyfils Bonanza vél sinni, á leið sinni frá Grænlandi til Íslands í nótt. Þeir náðu til Keflavíkurflugvallar á síðustu bensíndropunum og lentu þar heilu og höldnu. Þeir höfðu hreppt meiri mótvind en þeir bjuggust við og lent í ísingu, þannig að mjög gekk á eldsneytið.

Þegar klukkan var tvær mínútur gengin í eitt í nótt barst Landhelgisgæslunni tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni um eins hreyfils flugvél um 130 sjómílur vestnorðvestur af Keflavík, sem átti í erfiðleikum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í viðbragðsstöðu auk þess sem haft var samband við skip á svæðinu og þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu. Þegar ljóst var að flugvélin myndi varla ná inn til Keflavíkur var þyrlan sett í forgangsútkall og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins voru kallaðir út auk þess sem tveir togarar og varðskip voru send af stað til móts við flugvélina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

TF-LÍF fór í loftið kl. 01:02 og var komin að vélinni klukkan 01:19 og fylgdi henni inn til Keflavíkur þar sem litla vélin lenti klukkan 01:33.

Mátti þá ekki tæpara standa að flugmennirnir hefðu orðið að nauðlenda á sjónum. Flugvélin er lítil ferjuvél, N96VF, sem var á leiðinni frá Sonderstrom á Grænlandi til Íslands.

Mynd: Flugvélin á Keflavíkurflugvelli í morgun. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson