Á sextugsaldri með hass í farangrinum
Íslenskur karlmaður á sextugsaldri var síðdegis í gær stöðvaður af tollgæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í farangrinum. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang. Maðurinn reyndist vera með rúmlega gramm af hassi í pakkningu.
Vettvangsskýrsla var gerð um málið og afsalaði maðurinn sér fíkniefnunum til eyðingar. Hann gat hins vegar ekki greitt sektina á vettvangi og óskaði eftir að fá sektargerð senda.