Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á rúntinum en hafði aldrei tekið bílpróf
Laugardagur 7. júní 2014 kl. 14:00

Á rúntinum en hafði aldrei tekið bílpróf

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði  í vikunni, reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi. Maðurinn, sem er 26 ára, viðurkenndi réttindaleysið og að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Annar ökumaður ók einnig án þess að hafa til þess réttindi, því þau höfðu runnið út fyrir um það bil þremur árum, án þess að hann endurnýjaði þau. Þriðji ökumaðurinn virti ekki stöðvunarskyldu, var ekki í öryggisbelti og hafði ökuskírteinið ekki meðferðis.

Lögregla beinir því til ökumanna að virða umferðarreglur og hafa allt er viðkemur akstrinum í lagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024