Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á rúmlega 70 yfir hámarkshraða
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 10:07

Á rúmlega 70 yfir hámarkshraða

Á 123 km hraða þar sem hámarkshraði er 50

Ungur ökumaður mældist aka á 123 km hraða á Njarðarbraut í Njarðvík þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og þarf að auki að greiða 130.000 króna fjársekt. Þá fær hann þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Vegna ungs aldurs hans gerði lögreglan á Suðurnesjum barnavernd viðvart um málið. 

Auk ökumannsins unga voru sextán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Fáeinir til viðbótar óku án ökuréttinda og nokkuð var um stöðvunarskyldubrot.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024