Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á ofsahraða við slæmar aðstæður
Mánudagur 19. desember 2005 kl. 08:50

Á ofsahraða við slæmar aðstæður

Þrír ökumenn voru teknir á ofsahraða á Reykjanesbraut í gær og í nótt. Hraði þeirra var frá 130 km/klst og upp í 135km/klst, en tekið er fram í dagbók lögreglu að hámarkshraði, sem í þessu tilviki er 90, miðast við bestu aðstæður, en þær voru ekki fyrir hendi í gær þar sem hálka var og éljagangur.

Í gærdag voru tveir ökumenn kærðir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu við gatnamót.  Annar á gatnamótum Stekks og Reykjanesbrautar og hinn á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024