Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á ofsahraða á Reykjanesbraut
Laugardagur 13. febrúar 2010 kl. 09:41

Á ofsahraða á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nótt hendur í hári ökumanns sem mældist á 180 km hraða á Reykjanesbrautinni inn við Vogaafleggjara. Ökumaðurinn virtu að vettugi merki lögreglu um að stöðva bifreiðina og ók áfram inn á Grindavíkurafleggjara þar sem hann loks stöðvaði bílinn. Hann var handtekinn, færður til lögreglustöðvar og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024