Á ofsahraða á Reykjanesbraut
Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári ökuníðings á Reykjanesbraut síðdegis í gær eftir að hann var mældur á 170 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90. Tilræðismaðurinn reyndi að útskýra hátterni sitt með því að hann væri að verða of seinn flug.
Tveir aðrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær en þeir mældust á 109 og 116 km hraða.