Á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru alfarið á móti sölu á 15% hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum til fjárfestingarfélagsins Úrsusar. Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þar sem vísað er í bókun sem gerð var á bæjarstjórnarfundi í gær. Samningur meirihluta sjálfstæðismanna um söluna liggi fyrir og honum fylgi hluthafasamkomulag sem takmarka muni meirihlutavald Reykjanesbæjar.
Sjálfstæðismenn í bæjarrráði Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokkins samþykktu saminginn og er kaupverðið 1.500 milljónir. Reykjanesbær heldur eftir 50.1% hlut í fyrirtækinu,
Undir yfirlýsinguna skrifa Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson.