Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 14:44

Á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru alfarið á móti sölu á 15% hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum til fjárfestingarfélagsins Úrsusar. Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þar sem vísað er í bókun sem gerð var á bæjarstjórnarfundi í gær. Samningur meirihluta sjálfstæðismanna um söluna liggi fyrir og honum fylgi hluthafasamkomulag sem takmarka muni meirihlutavald Reykjanesbæjar.

Sjálfstæðismenn í bæjarrráði Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokkins samþykktu saminginn og er kaupverðið 1.500 milljónir. Reykjanesbær heldur eftir 50.1% hlut í fyrirtækinu, fjárfestingarfélagið Úrsus verður eigandi af 34% hlut í HS-veitum og samhliða sölunni hefur verið gert hluthafasamkomulag sem takmarkar meirihlutavald Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fundargerðinni kemur einnig fram að á undanförnum árum hafi hlutur Reykjanesbæjar í fyrirtækjunum HS-veitum og HS-orku, fyrrum Hitaveitu Suðurnesja, farið síminnkandi vegna sölustefnu meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Markvisst hafi verið unnið að því að færa þessi mikilvægu undirstöðufyritæki úr almannaeigu í einkaeign. Áhrif heimamanna á stjórn og stefnu þessara fyrirtækja hafi orðið æ minni, sem hafi m.a. haft þau áhrif að möguleikar til þess að nýta þau til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar hafi minnkað verulega.

Undir yfirlýsinguna skrifa Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson.