Dubliner
Dubliner

Fréttir

Á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum
Miðvikudagur 6. nóvember 2013 kl. 14:44

Á móti sölu á hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru alfarið á móti sölu á 15% hlut Reykjanesbæjar í HS-veitum til fjárfestingarfélagsins Úrsusar. Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þar sem vísað er í bókun sem gerð var á bæjarstjórnarfundi í gær. Samningur meirihluta sjálfstæðismanna um söluna liggi fyrir og honum fylgi hluthafasamkomulag sem takmarka muni meirihlutavald Reykjanesbæjar.

Sjálfstæðismenn í bæjarrráði Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokkins samþykktu saminginn og er kaupverðið 1.500 milljónir. Reykjanesbær heldur eftir 50.1% hlut í fyrirtækinu, fjárfestingarfélagið Úrsus verður eigandi af 34% hlut í HS-veitum og samhliða sölunni hefur verið gert hluthafasamkomulag sem takmarkar meirihlutavald Reykjanesbæjar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í fundargerðinni kemur einnig fram að á undanförnum árum hafi hlutur Reykjanesbæjar í fyrirtækjunum HS-veitum og HS-orku, fyrrum Hitaveitu Suðurnesja, farið síminnkandi vegna sölustefnu meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Markvisst hafi verið unnið að því að færa þessi mikilvægu undirstöðufyritæki úr almannaeigu í einkaeign. Áhrif heimamanna á stjórn og stefnu þessara fyrirtækja hafi orðið æ minni, sem hafi m.a. haft þau áhrif að möguleikar til þess að nýta þau til fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar hafi minnkað verulega.

Undir yfirlýsinguna skrifa Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson.

 

 

Dubliner
Dubliner