Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á loðnuveiðum við landsteinana
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 14:48

Á loðnuveiðum við landsteinana

Loðnan gengur nú fyrir Reykjanesið og síðdegis í gær mátti sjá fjölda loðnuveiðiskipa við veiðar út af Stafnesi, skammt undan landi. Fréttir herma að þar hafi þau verið að mokveiða.  Leiðindaveður hefur verið undanfarið á miðunum en brælan er gengin niður í bili og því meiri líkur á að kvótinn náist.
 Í gær hafði Fiskistofu verið tilkynnt um 127 þúsund tonna afla sem er ríflega 40% af leyfilegum kvóta.

Ellert Grétarsson tók þessar myndir í gær við Stafnesvita og á Hvalsnesi. Á þeim má sjá nálægð loðnuskipanna við land.

VF-myndir: elg












Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024