Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

A-listinn: Endurkaup fasteigna eykur ráðstöfnunartekjur um 180 milljónir á ári
Miðvikudagur 10. maí 2006 kl. 14:00

A-listinn: Endurkaup fasteigna eykur ráðstöfnunartekjur um 180 milljónir á ári

Endurkaup á öllum fasteignum Reykjanesbæjar, lækkun leikskólagjalda um helming, fríar skólamáltíðir, þátttökukort í menningar- og tómstundastarf og lækkun fasteignagjalda til ellilífeyrisþega og öryrkja, er á meðal þeirra málefna sem A-listinn í Reykjanesbæ hefur sett í stefnuskrá sína, sem frambjóðendur flokksins kynntu á blaðamannafundi nú í hádeginu.

Með endurkaupum á öllum fasteignum bæjarins ætlar A-listinn að auka ráðstöfunartekjur um 180 milljónir á ári, sem verja á til aukinnar þjónustu við íbúanna. „Það hefur sýnt sig að þetta var röng ákvörðun á sínum tíma og ekkert sveitarfélag á landinu hefur lagt allar sínar eignir inn í fasteignafélag nema Reykjanesbær. Andvirði sölunnar var ekki nýtt til uppgreiðslu skulda sveitarfélagsins eins og ráð fyrir gert, heldur nýtt til að fjármagna hallarekstur sveitarfélagins sem var 1,5 milljarður á þessu kjörtímabili“, segir í úrdrætti stefnuskrárinnar.

Samkvæmt stefnuskránni ætlar A-listinn að lækka leikskólagjöld um helming og bjóða öllum grunnskólabörnum skólamáltíðir án endurgjalds. Jafnframt ætlar A-listinn að tryggja öllum börnum jafna möguleika til íþróttaiðkunar og þátttöku í menningar- og tómstundastarfi með þátttökukortum að andvirði 25 þúsund krónur á hvert barn. Einnig að lækka fasteignagjöld til ellilífeyrisþega og öryrkja og miða við tekjur og þá vill A-listinn gera kostnað við vistun barna hjá dagmæðrum sambærilegan við vistun barna á leikskólum.


Mynd: Helstu frambjóðendur A-listans í Reykjanesbæ kynntu stefnuskrá listans í hádeginu. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024