Á leiðinni úr NATO?
Sérfræðingar verða nú að lesa í skilti á girðingum á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur orðið NATO verið afmáð af skiltum sem banna aðgang að svæðinu. Teimur skiltum við inngang að svæði Varnarmálastofnunar Íslands hefur verið breytt með þessum hætti. Eins og sjá má á stækkuðu myndinni mótar fyrir orðinu NATO. Hvort þetta tengist á einhvern hátt fyrirhugaðri för til Rússlands í tengslum við risalán frá Rússum og kulda í samskiptum við áður vinaþjóðir, Bretland og Bandaríkin, skal ósagt látið. Stjórnvöld hljóta að þurfa að svara þessari spurningu.
Myndir: Skiltið við hliðið inn á svæði Varnarmálastofnunar Íslands á Keflavíkurflugvelli.