Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á leið í byssó við Njarðvíkurhöfn
Þriðjudagur 22. september 2015 kl. 10:41

Á leið í byssó við Njarðvíkurhöfn

– Norskir hermenn gráir fyrir járnum

Hópur hermanna úr norska hernum er á leiðinni í byssó við Njarðvíkurhöfn. Gráir fyrir járnum mættu þeir á bryggjuna í Njarðvík nú áðan, sjósettu slöngubát og bjuggustu til sjóferðar.

Hópurinn er skipaður hermönnum í vígalegum herklæðum og kafara. Með þeim er svo fulltrúi frá Landhelgisgæzlunni.

Glöggir vegfarendur tóku einnig eftir að í gær var nýr hraðskreiður bátur Landhelgisgæzlunnar, Óðinn, kominn í höfnina í Gróf.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er um æfingu að ræða hjá þeim norsku með aðstoð Landhelgisgæzlunnar. Nánari upplýsingar er ekki að hafa um æfinguna.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við Njarðvíkurhöfn fyrir fáeinum mínútum.

VF-myndir: Hilmar Bragi



+









 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024