Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 15:06

Á hvolfi við Frekjuna

Skömmu eftir miðnætti á föstudagskvöld var tilkynnt um fólksbifreið á hvolfi við gatnamót Flugvallarvegar og Frekjunnar í Reykjanesbæ. Þegar lögreglan kom á staðinn var ökumaður á bak og burt, en að sögn vitna hafði hann verið undir áhrifum áfengis. Eftir skamma leit hafði lögreglan uppi á ökumanninum sem var handtekinn og færður til lögreglustöðvar. Þar fékk hann að sofa úr sér áfengisvímuna auk þess sem taka þurfti skýrslu af honum næsta morgun. Mildi þykir að hann slapp án meiðsla en bifreiðin skemmdist nokkuð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024