Á hvítum Cherokee við Vatnsnesveg að tæla barn
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú vísbendingar um að karlmaður á hvítum Cherokee hafi reynt að tæla barn upp í bifreiðina á Vatnsnesvegi í Keflavík um kl. 14 í dag. Maðurinn mun hafa verið með sólgleraugu.
Frásögn af atvikinu hefur farið sem eldur um sinu á Facebook síðdegis og í kvöld. Þar er haft eftir móður af sonur hennar hafi verið stoppaður á leið heim úr skóla af ókunnugum manni sem bauð honum að koma heim og skoða Legokubba. Segir einnig að sem betur fer hafi barnið vitað hvað átti að gera og hlaupið heim til sín.
Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni í kvöld að nú væri unnið að því að kanna vísbendingar. Þeir sem telja sig búa yfir upplýsingum sem gætu upplýst málið geta haft samband við lögregluna á Suðurnesjum.