„Á hvaða hraða náðuð þið mér núna!”
Margir teknir á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur.Umferðardeild ríkislögreglustjóra var með umferðareftirlit á Reykjanesbraut í síðustu viku í samvinnu við lögregluna í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu var 31 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur fyrir utan þau mál sem lögreglan í Keflavík var með. Í dagbók ríkislögreglustjóraembættisins segir að einn ökumaður, sem tekinn var á hraða sem var einum km/klst. frá sviptingu á staðnum, hafi spurt: „Á hvaða hraða náðuð þið mér núna!” Segir í dagbókinni að athygli hafi vakið að vel á þriðja tug mála voru vegna of hraðs aksturs ökutækja, bæði í mynd og eins með keyrsluradar. Fylgst var með ljósanotkun ökumanna og segir að vakið hafi athygli hversu margir voru með full ökuljós og margir miðuðu akstur við aðstæður. Þetta kom fram á mbl.is