Á heimleið til Chile
Heimskautafarinn Antarctic Dream kom til Keflavíkurhafnar í dag með 80 farþega sem fóru hér í land og taka flug frá landinu. Skipið var að koma frá Svalbarða en það hefur verið á siglingu um norðurslóðir í sumar.
Héðan fer Antarctic Dream til heimahafnar í Chile en sigling þangað tekur fjórar vikur. Það þarf því að taka nægar vistir til fararinnar en ekki fylgir sögunni hvort þær séu teknar hér í Reykjanesbæ.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson