Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á góðri leið með að verða geimfari
Laugardagur 12. janúar 2013 kl. 16:13

Á góðri leið með að verða geimfari

Sumarliði Þorsteinsson er Suðurnesjamaður í húð og hár og er nú á góðri leið með að verða geimfari. Til að komast í geimferð, sem er langþráður draumur, þarf hann hins vegar að taka þátt í kosningu á netinu og fer nú fram á stuðning Íslendinga til að láta draum sinn verða að veruleika.

„Keppni sem gengur út á að fá sem flest atkvæði (vinsældarkeppni). Þeir 200 keppendur með flestu atkvæðin í sínu landi, halda áfram í alþjóðakeppni þar sem að keppendur hvaðanæva úr heiminum eru settir í líkamlegt og andlegt þolpróf sem reynir á þeirra getu. Þeir fáu sem komast áfram úr því fá tækifæri lífs síns á að fara í eitt mest spennandi ferðalag sem heimurinn býður uppá, út í geim og svo aftur heim.

Það hefur verið langþráður draumur minn frá því í barnæsku að gerast geimfari en með tímanum hefur sú ósk rúllað niður dalinn. Nú poppar þetta tækifæri allt í einu upp og gefst mér kostur á því gerast slíkur og er ég tilbúinn að fara með þetta alla leið og rúmlega það. Ég hætti í vinnunni minni og sagði mig úr skólanum og ætla að tileinka lífi mínu í að vinna þessa keppni. Allt annað er á ,,hold". Neinei, smá glens. Ég er ekki alveg orðinn vitstola.

Ég geri mér fulla grein fyrir því hversu fáránlega klikkað og langsótt þetta hljómar, þar sem að maður er að keppast við heiminn um vinsældir. En það er bara fyrsta lotan. Landið okkar litla býður ekki uppá þessa keppni en hér í Svíþjóð þar sem ég bý býðst mér sá kostur að skrá mig og langar mig að keppa fyrir hönd Íslands og fá alla þjóðina á bak við mig og gera mömmu stolta í leiðinni.

Þó svo að tugir þúsunda hafi skráð sig nú þegar eru ekkert allir komnir á kortið. Það er heldur ekki fjöldinn sem skiptir máli heldur hvernig maður sker sig út úr honum! Kallaðu mig bjartsýnan, vongóðan, eða hvað sem þig lystir. Ég hef trú á því og góða von um að þetta geti orðið að veruleika. En til þess þarf ég hjálpina þína.

Hvað þarft þú að gera?
1 - Farðu inná linkinn hér .
2 - Klikkaðu á hnappinn "RÖSTA" (kjósa)
3 - Skráðu e-mail þitt og skrifaðu bullorðin sem birtast að neðan (þú færð enga bullpósta eða e-ð þess háttar). Ég held meira að segja að þú getir skrifað bara e-ð rugl e-mail (t.d. spakur@hnúfubakur.com) og þar með líkur þínu verkefni. Nema þú sért svo yndisleg/ur að þú viljir deila þessu áfram til vina þinna, þá yrði ég afar þakklátur.

Þig munar ekki um 1 mínútu. Margt smátt gerir eitt stórt“, segir Sumarliði á Fésbókarsíðu um verkefnið.

Hér má kjósa Sumarliða.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024