Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 7. september 2002 kl. 10:25

Á gjörgæslu eftir slys á Helguvíkurvegi

Umferðarslys varð rétt eftir miðnætti við Stakksbraut í Helguvík en ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann kastaðist marga metra, að því er fram kemur á fréttasíma lögreglunnar í Keflavík. Að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og lagður inn á gjörgæslu.Að sögn læknis var líðan hans ágæt eftir atvikum við komuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024