Á fljúgandi ferð!
Sjómannadagurinn er í dag og er haldið upp á daginn í öllum sveitarfélögum Suðurnesja en með misjöfnum áherslum. Stærsta sjómannahátíðin er í Grindavík en einnig er dagskrá í Sandgerði undir heitinu Sjávarrokk og í Duushúsum í Reykjanesbæ er dagskrá.
Björgunarsveitir eru mjög sýnilegar á sjómannadaginn, enda starfa sveitirnar mikið við sjóinn og hafa sjóbjörgun sem eitt af sínum markmiðum. Meðfylgjandi mynd er af heimasíðu Björgunarsveitarinnar Ægis og sýnir björgunarbátinn Gunnjón á fljúgandi ferð á Sjóaranum síkáta í Grindavík í gærdag. Ægismenn verða einnig á ferðinni í dag en í öðrum verkefnum á heimaslóðum í Garði.