Á fjórða tug ökumanna í hraðakstri
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á fjórða tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 131 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.
Fáeinir voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur, þar á meðal einn ökumaður sem bæði var ölvaður, undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum.