Á fjórða tug kannabisplantna finnast í bílskúr í Keflavík
Um fjörtíu kannabisplöntur voru gerðar upptækar í heimahúsi í Keflavík í gærkvöldi. Lögreglan í Keflavík stöðvaði mann við eftirlit í gærkvöldi og á manninum fannst lítilræði af fíkniefnum. Lögreglan fór í framhaldi heim til mannsins þar sem plönturnar fundust í bílskúr mannsins. Í bílskúrnum voru einnig gróðurhúsalampar sem notaðir eru til að örva vöxt plantna. Maðurinn játaði að eiga plönturnar og hefur honum verið sleppt úr haldi lögreglunnar.