Á bæn til Mekka áður en hann fór í Keflavíkurrútuna!
Rúmlega hálfsjö á sunnudag var tilkynnt um öldauðan mann við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að maðurinn var allsgáður, segir í dagbók lögreglunnar. Hann var útlendingur og hafði verið á bæn og snúið sér í átt til Mekka á meðan hann beið eftir rútu til Keflavíkur.Ekki fer sögum af því hvernig ferðin til Keflavíkur gekk eða hvert ferðinni var heitið hjá þessum trúheita ferðalangi.