Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á annan tug slasaðra við gosið í ágústmánuði
Frá björgun með þyrlu á Langahrygg á dögunum. Mynd: Sigurður B. Magnússon
Sunnudagur 15. ágúst 2021 kl. 16:44

Á annan tug slasaðra við gosið í ágústmánuði

Þegar þrettán dagar voru liðnir af ágústmánuði hafði björgunarsveitin Þorbjörn sinnt ellefu slösuðum einstaklingum á gossvæðinu á Fagradalsfjalli.

„Aðstæður á fjallinu versna með hverjum degi þrátt fyrir góða veðurtíð en með aukinni umferð fólks á svæðinu sparkast möl og sandur ofan af móberginu svæðinu með þeim afleiðingum að það verður mjög hállt í öllum brekkum. Undanfarna daga höfum við hvatt alla sem koma að aðgengis- og öryggismálum á svæðinu til þess að hefja lagfæringar á gönguleiðunum sem allra allra fyrst,“ segir í færslu frá björgunarsveitinni á Facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði björgunarsveitarmaður að í flestum tilvikum væri um áverka á ökkla að ræða hjá fólki sem væri hvorki í líkamlegu formi né í skóm til að stunda fjallgöngur.