Á annan tug ökumanna stöðvaður vegna bílbelta
Mjög rólegt hefur verið á vakt lögreglunnar í Keflavík í dag enda eru menn enn að jafna sig eftir blauta verslunarmannahelgina. Lögreglan var þó með smá athugun á bílbeltanotkun í góða veðrinu í dag þar sem á annan tug ökumanna var stöðvaður án bílbelta. Fór þessi könnun fram við málningarverslun Hörpu-Sjafnar en ásamt athugun á bílbeltanotkun voru ökuskírteini ökumanna skoðuð en nokkuð hefur borið á því að undanförnu að menn hafi gleymt að láta endurnýja þau.