Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á annað hundruð störf gætu skapast í þjónustu við NATO
Mánudagur 12. október 2009 kl. 08:18

Á annað hundruð störf gætu skapast í þjónustu við NATO


Viðræður standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra aðalverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem greinir frá þessu, verður nokkur fjöldi þyrlna, léttra flugvéla og herþotna geymdur í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli og verður viðhaldi og viðgerðum á vélunum sinnt þar.

Umfang starfseminnar getur orðið töluvert og mun fjöldi nýrra starfa skapast hér á landi við þetta, einkum fyrir flugvirkja, og er talið að þau geti orðið á annað hundrað talsins. Þá er hugsanlegt að tækniþróun af einhverju tagi fari fram á svæðinu.

Sjá frétt mbl.is hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024