Á annað hundrað ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur við skóla
Vel á annað hundrað ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Langflestir óku of hratt í nágrenni grunnaskóla þar sem lögregla hefur verið með umferðareftirlit eftir að skólarnir byrjuðu. Ekki átti þetta þó við alls staðar því umferð við marga skólanna var til mikillar fyrirmyndar þar sem allir ökumenn voru í bílbeltum og á löglegum hraða og börn á vespum eða reiðhjólum með hjálma. Af viðbrögðum fólks má ráða að mikil ánægja ríkir með sýnileika lögreglu við skólana.