Á akstri undir áhrifum fíkniefna og áfengis
Nokkrir ökumenn voru teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra hafði neytt bæði fíkniefna og áfengis fyrir aksturinn, að því er sýnatökur sýndu, og annar ók sviptur ökuréttindum, auk þess að hafa neytt fíkniefna.
Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.