Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 31 km. yfir hámarkshraða
Þriðjudagur 12. apríl 2005 kl. 20:36

Á 31 km. yfir hámarkshraða

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í dag. Mældist hraði hans 121 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. Þá varð einn minniháttar árekstur í Keflavík.

Í nótt voru skráningarnúmer tekin af tveimur ökutækjum vegna vanskila á greiðslu ábyrgðartryggingar. Eigendur tveggja bifreiða voru boðaðir með bifreiðar sínar til aðalskoðunar þar sem þeir höfðu ekki farið með tækin sín til skoðunar á réttum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024