Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 179 km hraða á Reykjanesbraut
Föstudagur 28. febrúar 2014 kl. 10:26

Á 179 km hraða á Reykjanesbraut

- Greiddi sektina 120 þús. kr. á staðnum!

Nítján ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 179 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem kvaðst vera að flýta sér í flug. Hann greiddi sektina á staðnum, 120 þúsund krónur. Aðrir ökumenn sem óku of hratt mældust á bilinu 117 til 148 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Þá ók einn á 126 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024