Fimmtudagur 6. júní 2002 kl. 10:20
Á 168 km hraða á Reykjanesbraut
Frekar rólegt var á vakt lögregluunnar í Keflavík í gær samkvæmt fréttasíma lögreglu. Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa mælst á 168 km. hraða á Reykjanesbraut og fær hann eflaust væna peningasekt.