Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 167 kílómetra hraða á Reykjanesbraut
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 10:43

Á 167 kílómetra hraða á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 167 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var á leiðinni í flug. Annar mældist á 148 km. hraða, einnig á Reykjanesbrautinni. Hann kvaðst vera að flýta sér að sækja flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Af þessum 35 ökumönnum voru sextán erlendir ferðamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024