Á 160 km hraða á Reykjanesbrautinni
Lögreglan í Keflavík mældi ökumann á tvöföldu Reykjanesbrautinni á tæplega 160 km hraða í nótt. Þar sem akbrautirnar eru aðskildar gafst lögreglu ekki kostur á að snúa við og stöðva viðkomandi þar sem hann koma akandi úr gagnstæðri átt.
Samkvæmt frétt frá Umferðastofu hefur ekki verið gengið nægjanlega vel frá nauðsynlegum tengingum á milli brautanna til þess að lögreglu- og sjúkrabílar geti snúið við en vonast er til að það verði sem fyrst.
Samkvæmt frétt frá Umferðastofu hefur ekki verið gengið nægjanlega vel frá nauðsynlegum tengingum á milli brautanna til þess að lögreglu- og sjúkrabílar geti snúið við en vonast er til að það verði sem fyrst.