Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 160 km hraða á brautinni
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 10:48

Á 160 km hraða á brautinni

Tólf ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 162 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.  Hans bíður 150.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í þrjá mánuði og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá voru allmargir ökumenn kærðir fyrir brot á stöðvunarskyldu, ólöglega lagningu bifreiða sinna, notkun síma án handfrjáls búnaðar og akstur án öryggisbelta. Loks vorur skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist höfðu ekki verið færðar til skoðunar eða voru ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024