Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 159 km hraða á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 12:42

Á 159 km hraða á Reykjanesbraut

Ökumenn virðast hafa verið með heldur þungan fót á Reykjanesbraut í gær í blíðunni. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði  ökumann á þrítugsaldri á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Mældist hann á 159 kílómetra hraða á klukkustund. Kemur ökumaður til með að greiða sekt upp á um 140 þúsund krónur fyrir hraðaksturinn.

Þá var annar blýfótur tekinn á tæplega 130 km hraða á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Fær hann að punga út 70 þúsund krónum að sögn lögreglu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024