Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á 151 á Brautinni
Miðvikudagur 28. maí 2008 kl. 09:19

Á 151 á Brautinni

Nokkur umferðarlagabrot komu upp á næturvaktinni hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var mældur á Reykjanesbraut á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst og má viðkomandi eiga von á 140.000 kr. sekt og ökuleyfissviptingu í 2 mánuði.

Einn af þessum fimm var með útrunnið ökuskírteini. Hraði hinna mældist 112 og 114 á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Tveir voru svo stöðvaðir á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. Hraði þeirra mældist 95 km og 98 km.

Tveir ökumenn voru svo stöðvaðir vegna annara umferðalagabrota, stöðvunarskyldu og akstur gegn rauðu ljósi og að síðustu var einn handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.