RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Á 142 km hraða með barn í bílnum
Föstudagur 16. júní 2017 kl. 09:59

Á 142 km hraða með barn í bílnum

- Nokkrir sektaðir fyrir að tala í síma undir stýri

Ökumaður sem mældist á 142 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund var með barn í bíl sínum. Auk sektar sem hann þarf að greiða var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart um málið. Þessi ökumaður var einn af 29 sem kærðir hafa verið fyrir hraðakstur í umdæminu á undanförnum dögum. Hann ók þó ekki hraðast af þessum hóp því erlendur ferðamaður mældist á 163 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá voru á annan tug ökumanna handteknir vegna gruns um vímuefnaakstur og sex sektaðir fyrir að aka á negldum hjólbörðum. Loks bar nokkuð á því að ökumenn væru að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað og máttu þeir greiða sekt í samræmi við brot sín.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025