Á 121 km hraða á Reykjanesbraut
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík á næturvaktinni, þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut en hann mældist á 121 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá var einn ökumaður stöðvaður þar sem hann ók próflaus.