99% samdráttur á Keflavíkurflugvelli
Samdráttur í flugi það sem af er apríl er 99%. Yfir páskadagana frá skírdegi og fram á mánudag fóru 99 farþegar um Keflavíkurflugvöll. Sömu daga í fyrra voru farþegaranir 84 þúsund. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia segir að alger óvissa sé um hvenær farþegaflug hefjist á ný. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu.
Á árinu 2019 fóru um 7,2 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en það var 20% fækkun frá 2018. Sveinbjörn gerir ráð fyrir helmingi færri farþegum á þessu ári.
Forstjórinn segir að aukist umsvifin ekki á næstu vikum séu fleiri störf í hættu en hjá félaginu störfuðu að meðaltali 1.360 manns í fyrra. Gert var ráð fyrir að ráða 140 sumarstarfsmenn í ár en í ljósi ástandsins er gert ráð fyrir að ráða um 70 manns.
Í upphafi veiruástands sagði Isavia upp 101 starfsmanni en þeir voru aðallega í flugvernd, farþegaþjónustu og bílastæðaþjónustu. Þá var 37 starfsmönnum boðið að lækka starfshlutfall sitt.
Sveinbjörn segir að með 4 milljarða hlutafjáraukningu ríksisins í fyrirtækinu segir hann að hægt sé að vera störf í tilkynningu vegna aukningarinnar var sagt að 50 til 125 störf yrðu til við þessa ákvörðun. Um er að ræða ýmis verkefni sem höfðu verið lögð á ís vegna samdráttar en einnig ákveðnar vega- og flugakbrautarframkvæmdir.
Í viðtalinu segir forstjórinn vera bjartsýnn á að flugumferð muni vaxa fiskur um hrygg að nýju þó flugstöðin sé „tóm“ þessa dagana.