Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 11. febrúar 2002 kl. 10:52

99 ölvaðir í umferðinni á síðasta ári

Lögreglan stöðvaði 99 ökumenn fyrir ölvun við akstur á síðasta ári. Það eru einum fleira en árið áður þegar þeir voru 98. Árið 1999 voru ölvaðir í umferðinni 105 en þeir voru 86 talsins árið 1997. Sýlsumaðurinn í Keflavík birtir upplýsingar um þetta á heimasíðu sinni.Meðfylgjandi skýringar eru einnig gefnar á síðunni: Ölvunarakstursmál haldast nokkuð í horfinu, en ýmsar skýringar geta verið á því og erfitt að lesa út úr þeim um ástand þessara mála.  Góð löggæsla ætti að leiða til þess að málum fækkar, en fækkun getur einnig verið vísbending um að málaflokknum sé ekki nægilega sinnt eða að fjöldi lögreglumanna sé ekki nægur.  Lögregla og ákæruvald sinna þessum málum sérstaklega vel hér í umdæminu þannig að ástandið er sennilega svipað og það hefur verið undanfarin ár.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024