Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

97 banaslys í umferðinni á Suðurnesjum frá árinu 1915
Ói H. Þórðarson, við kynningu niðurstöðu rannsóknarinnar í gær. Mynd: Ozzo.
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 09:19

97 banaslys í umferðinni á Suðurnesjum frá árinu 1915

Á tímabilinu 1915 - 2014 hafa 97 banaslys átt sér stað í umferðinni á Suðurnesjum 95 Suðurnesjamenn hafa látist í umferðarslysum á landinu öllu. Töluvert fleiri létust á Suðurnesjum í samanburði við nokkur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í greiningu sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, í greiningu á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi. 
 
Þá létust 8 börn og 21 fullorðinn þegar þau urðu fyrir her- og varnarliðsbílum á landinu og 20 hermenn og 7 varnarliðsmenn hafa látist í umferðinni á Íslandi. 
 
 
Í samtali við Víkurfréttir segir Óli að vinna við verkefnið hafi hafist, að höfðu samráði við samgönguráðuneytið og með vitund Persónuverndar, í ársbyrjun 2007 eftir að Óli lauk störfum hjá Umferðarráði. Átta ár hafa því farið í verkefnið. Þrátt fyrir mikla gagnaöflun, m.a. með viðtölum við á fimmta hundrað heimildarmanna, segir Óli ljóst að enn geti komið fram upplýsingar um banaslys sem hann hafi ekki vitneskju um. Voru því niðurstöður kynntar í gær, eins og þær liggja fyrir. 
 
„Rannsóknina hef ég unnið í minningu látinna í umferðarslysum á Íslandi og í hluttekningu við aðstandendur,“ segir Óli og að hann vilji ekki þiggja greiðslur fyrir rannsóknina, enda hafi hann alla tíð verið mikill áhugamaður um forvarnir og öryggi í umferðinni.  Samhliða rannsókninni hefur Óli unnið að hliðarverkefni sem hann kallar Drög að Umferðarsögu Íslands og á þar ýmsu ólokið.
 
Alls létust 1502  einstaklingar í 1374 slysum umferðinni á landinu á greiningartímabilinu, flestir árið 1977, eða 37 í 33 slysum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024